Nú stendur til að breyta og umbylta heimasíðu Umhyggju og gera hana notendavænni. Ef þið hafið ábendingar um efni eða efnisuppbyggingu þá er um að gera að hafa samband við Rögnu K. Marinósdóttur framkvæmdastjóra Umhyggju. Á meðan á breytingunum stendur verður öll uppfærsla á þessari síðu í lágmarki vonum að þá komi ekki að sök og að þið hafið þolinmæði með okkur.
Á meðan eru margar leiðir til að fylgjast með því sem er að gerast í málefnum langveikra barna. Mörg aðildarfélög Umhyggju, og Umhyggja líka, eru komin með facebook-síður og eru virk í að setja inn upplýsingar um eitt og annað sem snýr að félögunum og því starfi sem þar fer fram. Það er um að gera að leita þau uppi og gerast vinur eða setja „like“ á síðurnar.