Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur, hefur verið ráðin til starfa hjá Umhyggju.
Frá og með 1. september næstkomandi mun hún veita foreldrum langveikra barna sálfræðiráðgjöf á skrifstofu Umhyggju, en einnig stendur til boða ráðgjöf í gegnum Skype fyrir foreldra á landsbyggðinni eða þá sem ekki eiga heimangengt.
Sé óskað eftir viðtali er best að hafa samband við Rögnu á skrifstofu Umhyggju.