Unglingar í Félagsmiðstöðinni Flógyn á Kjalarnesi ásamt starfsmönnum héldu góðgerðarbingó miðvikudaginn 3.desember til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Góð þáttaka var og tókst þeim að safna 60.000 kr þetta kvöld sem rann óskipt til Umhyggju.
Það var ekki bara bingó þetta kvöld því krakkar á aldrinum 12-15 ára á Kjalarnesi komu með kökur á hlaðborðið.
Í nóvember hafa nemendurnir í unglingadeildinni staðið í ströngu og hafa þau tekið þátt í mörgum viðburðum bæði á vegum ÍTR og Samfés. Fyrst má nefna Skrekk, en 35 af 49 unglingum tóku þátt í honum undir stjórn Kolbrúnar Birnu, síðan er það Rímnaflæði sem að var haldið í Miðbergi og þar kepptu þau Stefán Birgir og Brynhildur fyrir hönd Flógyn, og síðast en ekki síst er það Stíll sem haldinn var í Fífunni í Kópavogi, þar voru 60 lið sem kepptu frá öllum landshlutum um hönnun, hár, förðun og heildarútlit sem tengdust þema ársins, en að þessu sinni var það “Framtíðin” og Kepptu Margrét módel, Rósa, Íris og Helena fyrir hönd Flógyn.
Öll þessi atriði voru síðan sýnd á góðargerðarkvöldinu við mikla ánægju áhorfenda og þáttakanda.
Á myndinni má sjá nemendaráð félagsmiðstöðvarinnar Flógyn og Klébergsskóla á Kjalarnesi
Efri röð: Benni, Brynhildur, Gulli, Carlos, Lelíta
Neðri röð: Árni, Haffi, Egill og Stebbi.