Nýtt Umhyggjublað er komið út og fer í dreifingu á allra næstu dögum. Þemað að þessu sinni er fjárhagur, útgjöld og styrkir til fjölskyldna langveikra barna.
Í blaðinu er rætt við starfsfólk TR, Sjúkratrygginga Íslands og fjallað um hvort opinber umfjöllun um börn eigi einhvern tímann rétt á sér. Eins er þar að finna pistla um fjárhag langveikra barna og það að þekkja óvin sinn, sem og umfjöllun um styrki sem Umhyggju veitti og þáði á árinu. Loks er fjallað um sálfræðiþjónustu Umhyggju.
Njótið vel!