Í dag, miðvikudaginn 1. júlí, kom Arnaldur Loftsson færandi hendi á skrifstofu Umhyggju. Arnaldur átti fimmtugsafmæli á dögunum og ákvað að afþakka gjafir en nota frekar tækifærið til að láta láta gott af sér leiða. Arnaldur á sjálfur dóttur sem var langveik en hefur náð bata og er því hlýtt til félagsins.
Alls söfnuðust 200.000 krónur í afmælinu. Við hjá Umhyggju erum hrærð og þakklát yfir þessu frábæra framtaki og viljum ásamt Arnaldi koma á framfæri þakklæti til afmælisgestanna fyrir stuðninginn við félagið.