Þessa dagana stendur Umhyggja, félag langveikra barna, fyrir könnun á aðstæðum, fjárhag og samskiptum foreldra langveikra og/eða fatlaðra barna við Tryggingastofnun ríksins.
Sértu foreldri eða forráðamaður langveiks og/eða fatlaðs barns vonum við að þú sjáir þér fært að taka þátt, en það tekur 5-7 mínútur að svara. Ætlunin er að nýta niðurstöður könnununarinnar til að vinna að bættum hag fjölskyldna langveikra og/eða fatlaðra barna. Það skal tekið fram að svaranda ber ekki skylda til að svara einstökum spurningum eða spurningalistanum í heild og ekki er hægt að rekja svör til þátttakenda.
Könnunin er undir slóðinni https://www.surveymonkey.com/r/umhyggja
Við þökkum kærlega fyrir hjálpina!