Samspil þessara tveggja óskabarna þjóðarinnar bar ávöxt í gær en góðar líkur eru á fleiri samtök til styrktar börnum muni njóta góðs af þessu samkomulagi. Þannig mun Eimskip styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, um hálfa milljón króna fyrir hvert mark sem landsliðsfyrirliðinn skorar í spænsku deildinni. Eiður Smári var að vonum vonsvikinn í gær þegar ljóst var að Barcelona var fallið úr keppni. “Við ætluðum okkur áfram en það tókst því miður ekki. Það var hins vegar afar ánægjulegt að skora og það var orðið full langt síðan. Það er líka mikill bónus að vita af því að þetta mark færir félaginu Umhyggju þessa fjármuni frá Eimskip og það er svona ljósið í myrkrinu. Eimskip leyfði mér að velja þau tvö félög sem verða styrkt ef ég skora og ég valdi Umhyggju og Neistann. Bæði þessi félög eru að vinna frábært starf. “