Trúnaðarmaður fatlaðra starfar samkvæmt 37 gr.laga um málefni fatlaðra og 10. og 11. grein reglugerðar um svæðisráð nr. 606/1998.
Hlutverk trúnaðarmanns fatlaðra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks sem býr á sambýlum, vistheimilum, áfangastöðum og heimilum fyrir börn auk þess að sinna þeim málum sem svæðisráð felur honum að sinna sé ástæða til.
Telji fatlaður einstaklingur að brotið sé á rétti hans getur hann tilkynnt það trúnaðarmanni fatlaðra sem veitir honum nauðsynlegan stuðning og kannar málið tafarlaust.
Telji aðstandendur fatlaðra, hagsmunasamtök fatlaðra og aðrir sem láta sig hag fatlaðra varða að réttur fatlaðra á heimili fatlaðra, skv. 3.-6. töluliðar, 10. greinar laga um málefni fatlaðra, sé ekki virtur skal tilkynna það trúnaðarmanni fatlaðra sem kannar málið tafarlaust.
Að lokinni könnun metur trúnaðarmaður hvort mál skuli lagt fyrir svæðisráð sem sér um að mál fái þá meðferð sem við á hverju sinni, lögum samkvæmt.