Sunnudaginn 28. september nk. verða haldnir tónleikar til styrktar Umhyggju á Hótel Nordica og hefjast þeir kl. 20.00. Allir ágóði tónleikanna rennur óskiptur til Umhyggju. Það er Arnhildur Magnúsdóttir sem hefur veg og vanda af þessum tónleikum. Hún er sjálf búin að vera sjúklingur en er komin til betri heilsu núna. Hún vinnur núna við að kenna jóga, og svæðanudd með heilbrigðu fólki. Hún hefur einnig unnið mikið með fólki sem þarf á hjálp að halda. Það er henni hjartans mál að láta gott af sér leiða.
Miðinn kostar 2.000 kr. Hægt er að nálgast miða á tónleikanna á midi.is eða við innganginn á Hótel Nordica.
Meðal þeirra sem fram koma eru Ragnar Bjarnason, Egill Ólafsson, Stefán Hilmarsson, Grétar Örvarsson, Sigga Beinteins, Björn Jörundur, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Einar Águst, Hörður Torfason, Elín Halldórsdóttir og fleiri.