Þann 5. desember síðastliðinn héldu kór Njarðvíkurkirkju og Vox felix styrktartónleika fyrir Umhyggju og Bergið Headspace.
Það má með sanni segja að tónleikarnir hafi heppnast einstaklega vel en aðsóknin var svo mikil að ákveðið var að halda auka tónleika sama kvöld. Ytri Njarðvíkurkirkja var því þétt setin allt kvöldið þar sem gestir nutu tónlistar kóranna tveggja.
Styrkveiting fór fram í dag þegar fulltrúar kórs Njarðvíkurkirkju komu til okkar á Háaleitisbrautina og afhentu Umhyggju styrk að upphæð 500.000 kr. Þakklæti er okkur efst í huga og viljum við þakka kórunum innilega fyrir þetta dásamlega framtak.
Meðfylgjandi eru myndir frá styrkveitingunni.

