Styrktarsjóður Umhyggju óskar eftir að ráða rekstrarstjóra til starfa.
Hlutverk Styrktarsjóðs Umhyggju er að styrkja fjölskyldur sem orðið hafa fyrir verulegum fjárhagsörðuleikum vegna veikinda barna þeirra.
Helstu verkefni rekstrarstjóra eru:
Ábyrgð á fjármálum sjóðsins
Umsjón og eftirfylgni með fjáröflun sjóðsins og skipulagningu verkefna
í samráði við stjórn
Kynning á nafni og tilgangi sjóðsins
Ráðstöfun styrkja í samráði við úthlutunarnefnd samkvæmt reglum sjóðsins
Samskipti við fjölmiðla og aðildarfélög Umhyggju og stjórnvöld
Ráðning söluverktaka í ýmis verkefni
Undirbúningur stjórnarfunda
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfinu
Haldgóð og farsæl rekstrar- og stjórnunarreynsla
Þekking og reynsla af málefnum langveikra barna er kostur
Skýr sýn á viðhald og uppbyggingu fjáröflunar og hæfni til að leiða
öfluga kynningu á verkefnum Styrktarsjóðs Umhyggju
Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og samskiptahæfni
Styrktarsjóður Umhyggju var stofnaður í árslok 1996 með einnar milljónar króna gjöf frá Haraldi Böðvarssyni hf. Sjóðnum hafa borist margar góðar gjafir frá því hann var stofnaður, m.a. frá Zontasambandi Íslands, Golfklúbbi Ness, Sambandi íslenskra fiskframleiðenda, Bókahringrás Máls og menningar og Bókvals, Hans Petersen hf., Landsbanka Íslands, Múlakaffi auk fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga.
Umsóknarfrestur er til og með 19. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Erik Christianson Chaillot (erik.chaillot@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.