Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa veitir Umhyggju styrk

Guðmundur Eiríksson stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi I.O.O.F. og Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju.
Guðmundur Eiríksson stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi I.O.O.F. og Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju.

Þann 6. janúar síðastliðinn færðu fulltrúar Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa Umhyggju 2,4 milljónir króna í styrk. Um er að ræða afrakstur af sölu jólakorts Oddfellowreglunnar á Íslandi I.O.O.F., en Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort fyrir jólin og nýtt ágóðann til góðra verka.

Myndin sem prýðir jólakortið og merkispjöldin er eftir Ara Sigurfinnsson en inni í kortinu er fallegt ljóð eftir Dag St. Ásgeirsson.

Umhyggja

Að sinna þeim er minna mega sín

að móta líf eins og best má vera.

Að víkka hug og efla þeirra sýn

sem allir hafa fjölmargt til að bera.

Að trúa á það er best í manni býr

að byggja upp - þá opnast heimur nýr.

Við þökkum Oddfellowum innilega fyrir yndislegt framlag og að hafa hugsað svona hlýlega til félagsins.