Umhyggja fékk heldur góðan hóp krakka í heimsókn um daginn. Þau Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir, Magnea Herborg Magnúsardóttir og Sigurður Sævar Magnúsarson söfnuðu á fjórðaþúsund krónum fyrir langveik börn á Íslandi og færðu félaginu við hátíðlega athöfn. Einnig notuðu þau tækifærið til að fræðast um starfsemi Umhyggju og segja félögum sínum í skólanum hvað er á seiði á Sjónarhóli. Umhyggja þakkar þessari vösku sveit fyrir stuðningin og vonar eftir frekari samstarfi í framtíðini.