Í dag bárust okkur þær ánægjulegu fréttir að foreldrar, sem höfðu óskað eftir tveimur kerrum í stað kerru og hjólastóls fyrir fatlaðan son sinn, fengu loks samþykkta beiðnina, eftir að hafa í þrígang verið synjað hjá nefndum SÍ, sem og hjá sínu sveitarfélagi. Var í fyrri synjunum vísað til reglugerðar þar sem kveður á um að börn með sérþarfir hafi rétt á einni kerru frá 3 ára aldri og rétt á einum hjólastól frá 5 ára aldri. Þar sem drengurinn, sem er á 6.ári, hefur ekki not fyrir hjólastól óskuðu foreldrar eftir að fá aðra kerru í stað hjólastóls, án árangurs.
Við hjá Umhyggju vonum að sjálfsögðu að þetta hafi fordæmisgefandi gildi fyrir þá sem á eftir koma, enda ætti markmiðið að vera að hægt sé að koma til móts við þarfir hvers barns fyrir sig, svo framarlega sem ekki sé stofnað til auka kostnaðar.