Starfið felur m.a. í sér að:
- Tryggja fjölskyldum barna með sérþarfir aðgang að fyrirbyggjandi sálfélagslegri ráðgjöf og stuðningi.
- Veita fjölskyldum sálfélagslegan stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls þegar barn greinist með alvarlegan sjúkdóm, fötlun eða önnur þroskafrávik.
- Bjóða upp á stuðningshópa og ráðgjöf fyrir systkini barna með sérþarfir, foreldrahópa eða aðra hópa sem tengjast börnum með sérþarfir.
- Vera í samstarfi við stofnanir sem koma að málefnum fjölskyldunnar.
- Koma á gagnkvæmum tengslum við greiningaraðila þessara fjölskyldna til að tryggja að fjölskyldulíf geti haldist sem eðlilegast þrátt fyrir erfiðleikana.
- Starfa í þverfaglegu teymi þeirra sem veita sálfélagslega þjónustu til fjölskyldna barna með sérþarfir.
- Stuðla að aukinni þekkingu og almennri fræðslu í samfélaginu varðandi viðbrögð við áföllum.
Þekking og færni sem krafist er:
- Háskólamenntun og reynsla í sálfélagslegri þjónustu.
- Þekking og reynsla í málefnum barna með sérþarfir og aðstandenda þeirra er skilyrði.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulagshæfileikar.
- Vönduð og sjálfstæð vinnubrögð og færni í þverfaglegu samstarfi.
- Þjónustulund, mannvirðing og jákvætt viðmót.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
Þjónustan verður veitt innan veggja Sjónarhóls, sem er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir.
Nánari upplýsingar um starfsemi Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum er að finna á heimasíðu félagsins www.umhyggja.is. Frekari upplýsingar veitir Ragna Marinósdóttir framkvæmdastjóri í 552-4242.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til skrifstofu Umhyggju á Háaleitisbraut 13 fyrir 12. apríl nk. eða á netfangið ragna@umhyggja.is