Páll Óskar gefur langveikum börnum 400 eintök af Silfursafninu
02.06.2009
Páll Óskar hefur afhent Umhyggju öll óseld eintök af Silfursafninu að gjöf. Það er áritaður diskur/albúm af listamanninum sjálfum. Þetta eru tveir geisladiskar og DVD diskur með ýmsu efni. Páll Óskar ákvað að langveik börn á Íslandi ættu að njóta tónlistar hans og ákvað því að gefa Umhyggju 400 diska. Í tilefni af þessu komu bæði Páll Óskar og Monika í heimsókn á leikstofuna á Barnaspítala Hringsins og sungu nokkur lög fyrir inniliggjandi börn við mikinn fögnuð viðstaddra. Öllum félagsmönnum aðildarfélaga Umhyggju er því hér með boðið að eignast diskinn á meðan birgðir endast. Til að nálgast diskana er best að hafa samband við skrifstofu Umhyggju í tölvupósti umhyggja@umhyggja.is