Með hjálp Íslenskra Heilsunuddara náðist að safna á 111.593kr. til styrktar Umhyggju.
Sagan á bak við þennan atburð:
2010 gáfu yfir 20 nuddarar vinnu sína og náðum við að safna um 130.000kr. fyrir Umhyggju. Þessi peningur kom sér vel þar sem margir foreldrar langveikra barna hefðu leitað til þeirra um styrk til að geta haldið jólin.
2011 tók Félag íslenskra heilsunuddara og sérstaklega Harpa Stefánsdóttir, nuddari þetta að mestu leiti að sér og náðum við að safna yfir 111.000kr.