Umhyggja kynnir með stolti samstarf við fyrirtækið KVAN (www.kvan.is), sem er að fara af stað með spennandi og vandað námskeið fyrir systkini langveikra barna.
Námskeiðið er sérhannað og skipulagt af KVAN en starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins hafa mikla menntun og áralanga reynslu í námskeiðahaldi fyrir ungt fólk til að ýta undir meira sjálfstraust, bætta sjálfsmynd, leiðtogahæfileika og betri líðan ungmenna.
Til þess að geta tekist á við daglegt líf er mjög mikilvægt að hafa góða samskipta-, félags- og vináttufærni en þessir þættir skipta sköpum þegar kemur að líðan og heilsu barna. Að lenda í vandræðum í jafningjasamskiptum getur haft í för með sér víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar. Því er mikilvægt fyrir öll börn að fá fræðslu og þjálfun í þessum færniþáttum. Leiðtogafærni er einnig mjög mikilvæg og getur hjálpað börnum að vegna vel í lífinu.
Markmið námkseiðsins eru m.a.:
* Ábyrgð og hvernig hægt er að takast á við ofvaxna ábyrgðartilfinningu
* Að læra að hlusta á sína eigin rödd og standa með sjálfum sér
* Að leyfa sér að hafa gaman og takast á við samviskubit
* Að læra inn á sína styrkleika og setja sjálfan sig í fókus
* Að læra að bregðast við óþægilegu áreiti eða aðstæðum, hvort sem er heima eða meðal ókunnugra
* Að læra að taka hrósi og upplifa sig mikilvægan
Boðið verður uppá námskeið fyrir 10-12 ára, sem hefst 21. nóvember og 13-15 ára, sem hefst 14. janúar.
Námskeiðin standa yfir í 8 vikur, einu sinni í viku í 2,5 klst í senn.
Þar sem Umhyggja niðurgreiðir langstærstan hluta kostnaðar er námskeiðsgjaldið aðeins 7.500 krónur á barn. Námskeiðið er aðeins ætlað börnum fjölskyldna sem eru í aðildarfélögum Umhyggju.
Skráningfyrir 10 til 12 ára námskeið.
Skráning fyrir 13 til 15 ára námskeið.