Dagana 23 - 25 maí n.k. verður haldinn ráðstefna í Kirkjulundi í Keflavík. Meðfæddur mótefnaskortur s.s. CVID er því miður of oft vangreindur og afleiðingar langvarandi veikinda geta haft þungbær líkamleg og andleg áhrif á sjúklinga.
Nánar um ráðstefnuna á vefnum www.onaemisgallar.is
Um er að ræða þriggja daga ráðstefnu með norrænum fyrirlesurum sem skarað hafa framúr á þessu sviði.
Ráðstefnugjald sem innheldur fyrirlestra, hádegisverð og kaffiveitingar er Kr. 25.000
Síðasti skráningardagur er 20. maí.
Með fyrirfram þökk,
Fh. Lindar félag um meðfædda ónæmisgalla
Guðlaug María Bjarnadóttir
Súsanna Antonsdóttir