Þann 29. apríl næstkomandi stendur ÖBÍ fyrir hugmyndafundi ungs fólks á aldrinum 13-18 ára er nefnist OKKAR LÍF - OKKAR SÝN en tilgangur fundarins er að gefa ungmennum með fatlanir og raskanir tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Þessi vettvangur er kjörið tækifæri fyrir ungmenni með langvinna sjúkdóma, heilkenni eða fatlanir til að láta rödd sína heyrast.
Hvar? Grand hótel
Hvenær? Föstudaginn 29. apríl kl. 10 - 15
Skráning? Á vefsíðu ÖBÍ, www.obi.is
Umræðuefnin eru fjölbreytt og snúa að skólanum, íþróttum og tómstundum, aðgengi í víðum skilningi sem og þátttöku í samfélaginu.
Frítt er á viðburðinn og greiddur verður ferðakostnaður fyrir ungmenni sem koma af landsbyggðinni. Boðið er upp á hádegismat og aðrar veitingar. Haft verður samband við forráðamenn og leitað samþykkis fyrir þátttöku.
Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Viborg, thordis@obi.is, s. 5306700.