Hönd í hönd í Lindakirkju með Kvennakór Kópavogs - til styrktar Umhyggju

Fimmtudagskvöldið 5. nóvember kl. 20:00 stendur Kvennakór Kópavogs fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í Kópavogi. Tónleikarnir sem bera heitið Hönd í hönd eru árlegir tónleikar á vegum kórsins og hefur ágóði af miðasölu runnið óskipt til góðgerðamála af ýmsu tagi.

 Að þessu sinni mun afrakstur tónleikanna renna til Umhyggju, félags langveikra barna.

Nú sem fyrr leggja frábærir listamenn verkefninu lið. Þetta eru þau Sigríður Beinteinsdóttir, Stefán Hilmarsson, Alda Dís Arnardóttir og þríeykið Pörupiltar. Kvennakór Kópavogs mun einnig koma fram undir stjórn John Gear en þeir Ellert S. B. Sigurðarson leika á hljóðfæri. Allir flyjendur sem og þeir sem koma að framkvæmd tónleikanna gefa vinnu sína og eru kórkonur þeim ákaflega þakklátar fyrir þeirra framlag.

 Tónleikarnir eru sem fyrr segir í samstarfi við Lindakirkju í Kópavogi og eru haldnir í kirkjunni fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20:00, húsið opnar kl. 19:00.

Miðarverð er kr. 3000 og verður hægt að panta hjá kórkonum, á netfanginu midasalaveko@gmail.com en einnig verða miðar seldir við innganginn.


( Frétt frá Kvennakór Kópavogs)