Laugardaginn 8.apríl síðastliðinn stóð Hrossarækt fyrir Stóðhestaveislu. Hefð er fyrir þvi að eitthvert málefni sé styrkt og í ár varð Umhyggja fyrir valinu. Söfnunin hófst formlega á laugardaginn en hægt er að leggja málefninu lið fram til 1.maí með því að hringja í eftirfarandi styrktarnúmer:
9037111 – 1.000 krónur
9037112 – 3.000 krónur
9037113 – 5.000 krónur
Alir sem hringja inn fara sjálfkrafa í pott og í lok söfnunarinnar verður dregið úr öllum símanúmerum sem hringdu inn. Vinningarnir eru fimm talsins; folatollar undan þeim Arði frá Brautarholti, Spuna frá Vesturkoti, Ölni frá Akranesi, Organista frá Horni og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk.
Við hjá Umhyggju þökkum þetta frábæra framtak!