Haltur leiðir blindan - af stað!

Dagskrá fyrir göngu

Ávörp
Andrés Ragnarsson, formaður stjórnar Sjónarhóls-ráðgjafarmiðstöðvar ses.
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ

Harmónikkuleikur og fjöldasöngur
Stjórnandi:Halldór Gunnarsson, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
Lög:„Göngum, göngum, göngum upp í gilið“ og „Upp, upp, upp á fjall“

Upphitun
Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennari

Lína langsokkur
Kemur með jákvætt hugarfar

Fylgt úr hlaði
Frú Dorrit Moussaieff, verndari göngunnar

Göngusöngur
„Við göngum svo léttir í lundu“
(Sungið á meðan gengið er af stað)

Nánari upplýsingar veita:
Þorgerður Ragnarsdóttir,
Sjónarhóll– ráðgjafarmiðstöð ses.
Sími: 5351900 / 8918402
Netfang: thorgerdur@sjonarholl.net

Tómas B. Magnússon
Rjúpnasölum 4
201 Kópavogur
Sími: 8690093
Netfang: tumib@isholf.is

Meira um gönguna
Guðbrandur Einarsson, nuddari, kennari og bóndi, sem er nærri blindur, og Bjarki Birgisson, sundþjálfari og afreksmaður í sundi, sem er hreyfihamlaður ætla að ganga hringinn í kringum landið í sumar undir kjörorðinu „Haltur leiðir blindan“. Þeim til aðstoðar á leiðinni verður Tómas Birgir Magnússon, íþróttakennari. Dorrit Moussaieff, forsetafrú hefur samþykkt að vera verndari göngunnar.

Samstarf
Gangan er skipulögð í samstarfi við Sjónarhól – ráðgjafarmiðstöð ses., Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ).

Tilgangur göngunnar er:
  • Að vekja athygli á málefnum barna með sérþarfir, s.s. tækifærum til náms, menningarþátttöku og starfs; aðgengi að stöðum og afþreyingu; búsetu bæði í landfræðilegu tilliti og félagslegu og frelsi til að njóta lífins á eigin forsendum.
  • Að sýna að hægt sé að yfirvinna hindranir með viðeigandi hjálpartækjum, þjálfun og stuðningi.
  • Að stuðla að heimi án aðgreiningar, mannvirðingu og mannlegri reisn.

Áfangar
Lagt verður upp frá Sjónarhóli, Háaleitisbraut 13, mánudaginn 20. júní nk. kl. 9.00 og endað á Ingólfstorgi fimmtudaginn 4. ágúst nk. kl. 17.00. Á tæpum sjö vikum munu Guðbrandur og Bjarki ganga 1200 km leið eins, að meðaltali 24 km á dag samkvæmt meðfylgjandi gönguáætlun.

Viðkomustaðir
Á viðkomustöðum verður vakin athygli á málefnum barna með sérþarfir. Leiðin liggur um staði þar sem börn með sérþarfir dvelja í lengri eða skemmri tíma, athygli verður vakin á aðgengi að og öryggi barna á ferðamannastöðum og rætt við fólk á förnum vegi. Á heimasíðunni www.gangan.is verður hægt að fylgjast með því sem á daga göngugarpanna drífur á leið þeirra um landið. Leitað hefur verið eftir samstarfi við íþrótta- og ungmennafélög á stöðum sem leið þeirra liggur um. Vonast er til að þeir fái fylgd og uppörvun sem víðast.

Stuðningur
Fjöldi fyrirtækja styrkir Guðbrand og Bjarka með útbúnaði, matvælum, fatnaði, farartækjum og fjárframlögum, s.s. Hekla, Gísli Jónsson hf., SP-fjármögnun, Opin kerfi, Olís, Össur hf., de.is, World Class, Landsbankinn, Pílugluggatjöld, Bjálkinn ehf., Lyf og heilsa, Gatorade, Nettó – Samkaup, Memo, Tryggingamiðstöðin, Lottó, Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur, Apple IMC á Íslandi, Prentmet, Ljósmyndastúdíó Péturs Péturssonar.