Á dögunum kom golfarinn Helgi Ingason færandi hendi í höfuðstöðvar Umhyggju og afhenti Rögnu framkvæmdastjóra tæpar 600.000 krónur til styrktar félaginu. Um er að ræða fé sem safnaðist í leiknum „Látum gott af okkur leiða” í CostaBlanca Open 2016 golfmótinu á Spáni í vor. Helgi var næstur holu á 7.holu á Las Colinas og fyrir vikið fékk hann að ánafna söfnunarfénu til einhvers góðs málefnis á Íslandi.
Við hjá Umhyggju þökkum innilega öllum golfurum sem tóku þátt, auk þeirra fyrirtækja og vildarvina Costablanca sem létu gott af sér leiða í tengslum við mótið!
Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, tekur við söfnunarfé úr hendi Helga Ingasonar, golfara.