Leikurinn fór fram 18. júní á Leiknisvelli og var liður í VISA-bikarkeppninni í fótbolta. Þar áttust við IFC Carl, sem samanstendur af gömlum kempum úr boltanum, og Íslandsmeistarar FH. Margar skemmtilegar uppákomur voru í leiknum en markalaust var í hálfleik. Í seinni hálfleik reyndist lið FH sterkara og vann að lokum 3-0 sigur. Í leikhléinu stóð Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður í markinu og reyndi að verja vítaspyrnur frá styrktaraðilum. Þeir voru Nýmót, Vodafone, Loftleiðir, Avant, Fulltingi, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Talsvert fé safnaðist og vill Umhyggja þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn. Þess má geta að leikmenn Carl bera merki Umhyggju á búningum sínum.