Góðgerðarkvöldverður Team Rynkeby

Góðgerðarkvöldverður Team Rynkeby til styrktar Umhyggju verður haldinn með pompi og prakt laugardaginn 01. mars nk.
Enn eru til miðar á þennan stórglæsilega viðburð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Team Rynkeby Ísland er hjólreiðalið sem hjólar á hverju ári 1.200 km. frá Danmörku til Parísar og safnar styrkjum fyrir Umhyggju. Síðasta ár söfnuðust hvorki meira né minna en 31.945.738 kr. Algjörlega magnaður hópur sem stendur á bakvið þetta afrek. Við hjá Umhyggju erum einstaklega þakklát og hvetjum ykkur öll til að styrkja Team Rynkeby Ísland.