Geisladiskar til styrktar Umhyggju

Umhyggja hefur gefið út fjóra geisladiska í samstarfi við Jóhann Helgason tónlistarmann, en allur ágóði af geisladiskunum rennur til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Diskarnir eru eingöngu seldir á vegum Umhyggju og eru því ekki fáanlegir í verslunum. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af geta hringt á skrifstofu Umhyggju og fengið diskinn sendan í póstkröfu.

Hver diskur kostar 3.500 kr.

Gælur, fælur og þvælur - með Ragnheiði Gröndal

Gælur, fælur og þvælur er nýr geisladiskur ætlaður börnum, gefin út af Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum. Hér er það Ragnheiður Gröndal sem syngur og raddar ný lög eftir Jóhann Helgason við kvæði eftir Þórarinn Eldjárn. Upptökustjóri var Guðmundur Pétursson og sá hann jafnframt um gítar, bassa -og hljómborðsleik. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Birgir Baldursson á trommur, strengjaleikararnir Gerður Gunnarsdóttir og Hrafnkell Orri Egilsson og Haukur Gröndal á saxófóna og klarinett. Guðmundur, Jóhann og Ragnheiður önnuðust útsetningar, en Hrafnkell Orri strengjaútsetningar. Guðmundur Pétursson sá um hljóðritun og hljóðblöndun í Hljóðrita, Hafnarfirði og Studio Puntin í Berlín í febrúar–apríl. Inga Dóra Jóhannsdóttir hannaði útlit disksins í kringum myndskreytingar Sigrúnar Eldjárn.

Gaelur_faelur

Lagalisti:

Gælur, fælur og þvælur
1. Jónas litli
 2. Fiskifluga í glugga  
 3. Gult  
 4. Glói gullfiskur  
5. Vökuvísa
6. Bækur
7. Komdu með mér kónguló
8. Höfuðfatahöfuðpaurinn
9. Brúnt
10. Ánamaðkur
11. Fuglinn söng
12. Rautt
13. Svart
14. Baka Skjaldar
15. Hvítt
16. Litarím

 

Óðflugur

Fríður flokkur tónlistarfólks kemur við sögu á Óðflugum, m.a. hljóðfæraleikararnir Guðmundur Pétursson, Jóhann Hjörleifsson og Hjörleifur Valsson. Þess má geta að Jóhann Helgason dustar hér rykið af bassanum eftir 30 ár, eða allt frá því hann lék með hljómsveitinni Change á öldinni sem leið. Meðal kvæða sem hér má heyra sungin og leikin í fyrsta sinn eru: Á hundagötu 100, Símalandi í Símalandi, Óli njóli njólasali og Halló þarna halastjarna. Ernst Backman, hannaði útlit disksins í kringum myndskreytingar Sigrúnar Eldjárn og kvæðatextar fylgja með myndskreytt.

odflugabakhlid

Lagalisti:

1. Maður og mús Ólafía Hrönn Jónsdóttir
2. Á Hundagötu 100 Jón Ólafsson
3. Davíð J. Dalfjörð og Einar P. Ormsson Berglind Björk Jónasdóttir
4. Símalandi í Símalandi Stefán Hilmarsson
5. Hundasúrur Ólafía Hrönn Jónsdóttir
6. Sögull og Þögull Björn Jörundur Friðbjörnsson
7. Vorið vill ekki koma Sigríður Eyþórsdóttir
8. Vont og gott Valgeir Guðjónsson
9. Sundur og saman Stefán Hilmarsson
10. Vor Berglind Björk Jónasdóttir
11. Gestagangur Sigríður Eyþórsdóttir
12. Heimskringla Valgeir Guðjónsson
13. Amma sín Andrea Gylfadóttir
14. Óli njóli njólasali Björn Jörundur Friðbjörnsson
15. Kata er best Jóhann Eiríksson
16. Halló þarna halastjarna Andrea Gylfadóttir
17. Óli njóli njólasali # 2 Skallakórinn

 

Drekasaga

Drekasaga er heiti þriðja geisladisksins sem Umhyggja hefur gefið út. Verkið er byggt á samnefndu ævintýri Iðunnar Steinsdóttur sem kom fyrst út 1989 og hlaut afbragðsviðtökur. Sögusviðið er sjávarþorp undir háu fjalli, þar sem dreki býr í dimmum helli.

Jóhann Helgason átti hugmyndina að tónsetningu verksins. Hann setti saman lagabálk og Iðunn samdi söngtexta við hann og stuttan söguþráð sem tengir söngtextana saman. Jóhann vann að disknum vorið 2008 ásamt Karli Olgeirssyni sem annaðist upptöku og upptökustjórn og lék m.a. á hljómborð, harmonikku, flautur og melódíku. Sigtryggur Baldursson hafði veg og vanda af slagverki og Jóhann Helgason lék á kassagítara, kassabassa og annaðist röddun. Jóhann Óskar Jóhannsson, tíu ára sonur tónskáldsins, lék á rafmagnsgítar í laginu „Fótbolti“, en þrjú börn Jóhanns syngja lög á disknum. Auglýsingastofan Komdu á morgun hannaði útlit disksins í kringum myndskreytingar Búa Kristjánssonar.

Drekasaga forsíða

Lagalisti:

  1. FORLEIKUR
  2. Í BLIKABÆ
  3. ANNA LITLA
  4. MÁ ÉG
  5. ELDUR ELDUR!
  6. Í HELLINUM
  7. FÓTBOLTI
  8. ELDKIRTLARNIR
  9. MYRKUR
  10. LESTUR OG SKRIFT
  11. UPP Í FJALLIÐ
  12. VOMSAN
  13. GLÆSIR GOÐUMLÍKI
  14. LESTRARKEPPNIN
  15. ENGINN ELDUR
  16. FRELSUN FANGANNA
  17. STÖNDUM SAMAN
  18. HÁTÍÐ Í BLIKABÆ

Söngur: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Einar Helgi Jóhannsson, Jóhann Helgason, Laddi, Inga Dóra Jóhannsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Stefán Hilmarsson, Hildur Vala Einarsdóttir, Björn Jr. Friðbjörnsson, Halldóra Lillý Jóhannsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Ingvar E. Sigurðsson / Sögumaður, Ingvar E. Sigurðsson / Tónlist, Jóhann Helgason / Saga & söngtextar, Iðunn Steinsdóttir / Upptökustjórn, Karl Olgeirsson / Útsetningar, Jóhann Helgason & Karl Olgeirsson / Hljóðfæraleikur: Karl Olgeirsson, hljómborð, píanó, melódika, harmonikka, flautur, glockenspiel, rafmagns- & kassagítar, slagverk / Sigtryggur Baldursson, slagverk / Jóhann Óskar Jóhannsson, rafmagnsgítar / Jóhann Helgason, kassagítar, kassabassi, röddun / Upptökur & hljóðblöndun, Karl Olgeirsson, Snjóhúsinu, mars-maí 2008 / Framleitt fyrir Umhyggju.

 

Mansöngvar

 

Mansöngvar forsíða

Lagalisti:

  1. MEÐ ÞÉR
  2. NÓTT
  3. BROSIÐ ÞITT
  4. ÁSTARSAGA
  5. EFTIR STORMINN
  6. HITI OG ÞUNGI
  7. ÉG BIÐ ÞIG
  8. ÁSTARSORG
  9. JÚLÍA
  10. FARÐU EKKI BURT

Söngur: Ragnar Bjarnason, Páll Óskar Hjálmtýsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jóhanna Linnet, Margrét Eir, Páll Rósinkranz, Eyjólfur Kristjánsson, Stefán Hilmarsson og Regína Ósk / Tónlist, Jóhann Helgason / Textar Jóhann H. o.fl. / Þórir Úlfarsson, upptökustjórn, útsetning strengja, píanó, hljómborð / Jóhann Helgason, Þórir Úlfarsson, heildarútsetning / Strengjasveit Íslands; Matthías Stefánsson, fiðla, víóla / Hjörleifur Valsson, fiðla / Nicole Vala Cariglia, selló / Þórir Úlfarsson, hljóðritun, hljóðblöndun, Víðistaðakirkja, Kirsuberið, 2004 / Gunnar Smári Helgason, stafræn tónjöfnun / Framleitt fyrir Umhyggju.