Eftir áralanga baráttu fögnum við hjá Umhyggju-félagi langveikra barna áfangasigri í málefnum barna með skarð í góm, en samkvæmt nýju bráðabirgðaákvæði fá börn með skarð í góm 95% endurgreiðslu kostnaðar samkvæmt gjaldskrá tannlæknis vegna tannlækninga og tannréttinga. Við þökkum heilbrigðisráðherra fyrir hennar þátt í þessari breytingu.
Lesa má nánar um breytinguna í frétt af vef Heilbrigðisráðuneytisins.