Við minnum framfærendur barna sem voru með gilt umönnunarmat á tímabilinu 16. mars til 4. maí að enn er hægt að sækja um viðbótargreiðslu vegna COVID -19. Um er að ræða eingreiðslu vegna aukinnar umönnunar barns sem skapast hefur vegna COVID-19 faraldurs. Upphæð eingreiðslunnar er kr. 48.108.
Skilyrði fyrir greiðslu er að eftirfarandi aðstæður hafi skapast á tímabilinu 16. mars til 4. maí:
Jafnframt er skilyrði að þessar aðstæður hafi varað í a.m.k. 15 virka daga á framangreindu tímabili.
Hægt er að sækja um greiðslurnar inni á Mínum síðum TR til 31. desember 2020.