Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur undirritað reglugerð sem tryggir foreldrum langveikra og fatlaðra barna, sem þiggja foreldragreiðslur, desemberuppbót á árinu 2020. Umhyggja sendi ráðherra áskorun þann 16. nóvember þar sem skorað var á yfirvöld að tryggja þessum hópi desemberuppbót.
Félagið fagnar þessari niðurstöðu enda réttlætismál að hópur foreldra á foreldragreiðslum sitji ekki eftir þegar ákvarðað er um desemberuppbót fyrir hina ýmsu hópa í samfélaginu.