Vel heppnaðar sýningar í Elliðarárdalnum

Síðastliðinn miðvikudag, þann 11. desember, stóðu Umhyggja og CP félagið á Íslandi fyrir sýningum á Ævintýri í jólagskógi með bættu aðgengi í Elliðarárdalnum. Leikhópurinn Jólasveinar (www.jolasveinar.is) standa fyrir sýningunum en þær hafa verið fluttar síðustu 5 ár í Guðmundarlundi og notið mikilla vinsælda. 

Árið 2023 ákváðu félögin að hafa samband við leikhópinn til að kanna hvort hægt væri að útfæra sýningarnar með bættu aðgengi á jafnsléttu svo fleiri gætu komið og notið sýninganna. Leikhópurinn tók vel í hugmyndina og varð Elliðarárdalurinn fyrir valinu. 

Nú, annað árið í röð, lögðu fjölmargir leið sína í Elliðarárdalinn. Gestirnir ferðuðust um dalinn í litlum hópum, vopnaðir vasaljósum og hittu  persónur úr uppáhalds jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, leppalúða, jólasveina og tröllasystkini þeirra.

Takk kærlega til ykkar allra sem mættuð og takk kæru Jólasveinar fyrir að standa að þessu með okkur og útfæra svona vel.