Umhyggja og CP félagið standa fyrir sýningum á Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi þann 7. desember í Elliðaárdalnum á milli klukkan 17-20. Sýningar hefjast á 12 mínútna fresti og tekur hver leiksýning um það bil klukkutíma. Áhorfendur ferðast í litlum hópum um Elliðaárdalinn, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga. Miðaverð er niðurgreitt og kostar hver miði því 1.000 kr. Frítt er fyrir börn undir 2 ára. Sýningin hentar öllum sem þurfa bætt aðgengi, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og mæta með vasaljós.
Aðkoman er við Rafstöðina í Elliðaárdal/Elliðaárstöð - Rafstöðvarveg 6, 110 Reykjavík.