Aðalfundur Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl n.k. kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, á 4.hæð.
Dagskrá:
1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Kosning stjórnar.
4. Kosning skoðunarmanna reikninga.
5. Ákvörðun árgjalds.
6. Lagabreytingar, ef einhverjar eru.
7. Önnur mál. Stefnumótun Umhyggju.
Stjórn félagsins leggur fram tvær lagabreytingatillögur á fundinum. Í fyrsta lagi bætist eftirfarandi setning við 2. mgr. 13. gr. laga: „Enginn stjórnarmaður skal sitja lengur en átta ár í stjórn félagsins“. Eftir breytinguna er 2. mgr. 13. gr. svohljóðandi:
„Kjörtímabil hvers stjórnarmanns skal vera tvö ár. Enginn stjórnarmaður skal sitja lengur en átta ár í stjórn félagsins. Stjórnin skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.“
Í öðru lagi breytist nafn félagsins í: „Umhyggja – félag langveikra barna“. Fyrirsögn laganna breytist og verður eftir breytinguna:
„Lög Umhyggju – félags langveikra barna“
1. mgr. 1. gr. laganna breytist einnig og verður eftir breytinguna svohljóðandi:
„Félagið heitir Umhyggja – félag langveikra barna. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.“
Stjórnin