" Að hlaupa er frábær hreyfing sem verður enn betri ef hægt er að styrkja góð málefni um leið. Ef þú vilt hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2014 þarftu að byrja á því að skrá þig í hlaupið og fara síðan inná hlaupastyrkur.is til að setja áheitasöfnun í gang.
Þegar þú skráir þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á marathon.is býðst þér í skráningarferlinu að skrá þig sem góðgerðahlaupara fyrir ákveðið góðgerðafélag. Haka þarf í reitinn „Já, ég vil hlaupa til góðs“ og velja góðgerðafélag í fellilistanum. "
Nánar á www.hlaupastyrkur.is en þaðan er þessi frétt tekin.
Skráningu góðgerðafélaga lýkur miðvikudaginn 13.ágúst 2014.