Nýlega færði A. Karlsson Umhyggju gjafabréf að upphæð 500.000 til tækjakaupa hjá fyrirtækinu til að koma til móts við þarfir langveikra barna og fjölskyldna þeirra. A. Karlsson ákvað að styrkja Umhyggju fyrir þessi jól í stað þess að senda viðskiptavinum jólakveðjur.
Ákveðið hefur verið að kaupa matarsjálfsala fyrir Skyr, jógúrt, samlokur og fleira og færa Barnaspítala Hringsins. Matarsjálfsalinn mun m.a. nýtast foreldrum barna, sem liggja inni á spítalanum til að geta keypt sér mat allan sólarhringinn.
Þetta er kærkomin þjónusta sem foreldrar hafa óskað eftir. Það var Arnar Bjarnason markaðsstjóri hjá A.Karlssyni sem afhenti Rögnu Marinósdóttur framkvæmdarstjóra Umhyggju gjafabréfið.