Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um greiðslu desemberuppbótar til foreldra langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur. Óskert desemberuppbót nemur 57.672 kr.
Þetta er í annað sinn sem desemberuppbót er greidd foreldrum barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð en það var gert í fyrsta sinn í fyrra samkvæmt ákvörðun ráðherra. Reglur um greiðslur eru þær sömu og áður. Foreldri langveiks barns eða alvarlega fatlaðs sem hlotið hefur fjárhagsaðstoð í desember árið 2018, samkvæmt lögum þar að lútandi nr. 22/2006 á rétt á desemberuppbót.
Við hjá Umhyggju fögnum þessari ákvörðun, en hún kemur í kjölfar áskorunar frá Umhyggju sem send var ráðuneytinu sunnudaginn 25. nóvember síðastliðinn.