Umhyggja sendi um helgina frá sér áskorun þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja foreldrum langveikra og fatlaðra barna sem eru á foreldragreiðslum desemberuppbót. Umhyggja hefur undanfarin fjögur ár sent frá sér sambærilega áskorun og hefur hún borið árangur í öll skiptin. Það er því von okkar að svo verði einnig nú og að sama skapi að tryggt verði að desemberuppbót til þessa hóps verði í framtíðinni regla frekar en undantekning.
Áskorunina í heild sinni má sjá hér.