Fimmtudaginn 12. september næstkomandi verður afhending á svokölluðum hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi á milli kl.15.30 og 17.30 á skrifstofu Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 3. hæð.
Þær fjölskyldur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og sjá sér ekki fært að mæta eru hvattar til að hafa samband og taka frá teppi sem hægt er að nálgast næst þegar komið er til Reykjavíkur.