Fréttir allt

Jólatónleikar til styrktar Umhyggju

Þann 5. desember næstkomandi kl.19:00 munu Kór Njarðvíkurkirkju og Vox Felix ásamt hljómsveit standa fyrir jólatónleikum til styrktar Umhyggju og Berginu Headspace. Allur aðgangseyrir rennur til málefnanna og er aðgangseyrir kr. 3000.

Bætt aðgengi í Jólaskógi

Umhyggja og CP félagið standa fyrir sýningum á Ævintýri í jólaskógi með bættu aðgengi þann 11. des í Elliðaárdalnum á milli klukkan 17:00-18:10.

Jólamerkimiðar komnir í sölu

Handmálaðir jólamerkimiðar til styrktar Umhyggju.

Systkinasmiðjum aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa Systkinasmiðjum sem halda átti helgina 23.-24.nóvember næstkomandi vegna afar dræmrar skráningar. Við munum bráðlega auglýsa nýjar dagsetningar fyrir Sytstkinasmiðjur sem stefnt er að því að halda á nýju ári.

Systkinasmiðjur helgina 23.-24. nóvember

*ATH: Systkinasmiðjum hefur verið aflýst vegna dræmrar skráningar* Systkinasmiðjur verða haldnar í Reykjavík helgina 23. - 24. nóvember næstkomandi. Um er að ræða samstarf Systkinasmiðjunnar og Umhyggju og eru smiðjurnar ætlaðar systkinum langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-12 ára (f. 2013-2016) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13 og eldri hópur 12-14 ára (f. 2010-2012) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30. 

Team Rynkeby

Uppskeruhátíð Team Rynkeby á Íslandi fór fram síðastliðinn laugardag, þann. 28. september.

Fræðslufundur Lindar mánudaginn 30. september

Mánudaginn 30. september næstkomandi stendur Lind - félag fólks með meðfædda ónæmisgalla/mótefnaskort fyrir fræðslufundi milli kl.17 og 20 í fundarsal Fastus, Höfðabakka 7. Fundurinn er ætlaður sjúklingum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum áhugasömum. Áhugaverð fræðsluerindi verða haldin og boðið upp á léttar veitingar.

Hægt að sækja um 2ja nátta dvöl í Borgarnesi

Ertu foreldri langveiks barns með miklar stuðningsþarfir? Þarftu að komast í „hvíldarinnlögn“? Foreldrar langveikra barna geta nú í vetur sótt um 2ja nátta gistingu í vel útbúinni og uppábúinni íbúð í Borgarnesi sér að kostnaðarlausu. Um er að ræða einstakt framlag velunnara félagsins til foreldra langveikra barna innan Umhyggju og aðildarfélaga og fer umsóknarferlið í gegnum skrifstofu Umhyggju. Dvölin er eingöngu ætluð til hvíldar fyrir foreldra og því ekki gert ráð fyrir að börn komi með.

Afhending Hetjuteppa

Hetjur kíktu á Háaleitisbrautina og völdu sér Hetjuteppi ✨

Fundur á vegum Geðhjálpar og Umhyggju

Þriðjudaginn 17. september kl. 20:00 fer fram fundur í Hlutverkasetri, Borgartúni 1, á vegum Geðhjálpar og Umhyggju í samvinnu við Landspítala/BUGL, Geðheilsumiðstöð barna og Embætti landlæknis, þar sem markmiðið er að skapa vettvang fyrir foreldra barna sem glíma við geðrænar áskoranir.