25.11.2024
Þann 5. desember næstkomandi kl.19:00 munu Kór Njarðvíkurkirkju og Vox Felix ásamt hljómsveit standa fyrir jólatónleikum til styrktar Umhyggju og Berginu Headspace. Allur aðgangseyrir rennur til málefnanna og er aðgangseyrir kr. 3000.
22.11.2024
Umhyggja og CP félagið standa fyrir sýningum á Ævintýri í jólaskógi með bættu aðgengi þann 11. des í Elliðaárdalnum á milli klukkan 17:00-18:10.
22.11.2024
Handmálaðir jólamerkimiðar til styrktar Umhyggju.
20.11.2024
Ákveðið hefur verið að aflýsa Systkinasmiðjum sem halda átti helgina 23.-24.nóvember næstkomandi vegna afar dræmrar skráningar. Við munum bráðlega auglýsa nýjar dagsetningar fyrir Sytstkinasmiðjur sem stefnt er að því að halda á nýju ári.
05.11.2024
*ATH: Systkinasmiðjum hefur verið aflýst vegna dræmrar skráningar* Systkinasmiðjur verða haldnar í Reykjavík helgina 23. - 24. nóvember næstkomandi. Um er að ræða samstarf Systkinasmiðjunnar og Umhyggju og eru smiðjurnar ætlaðar systkinum langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-12 ára (f. 2013-2016) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13 og eldri hópur 12-14 ára (f. 2010-2012) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30.
02.10.2024
Uppskeruhátíð Team Rynkeby á Íslandi fór fram síðastliðinn laugardag, þann. 28. september.
24.09.2024
Mánudaginn 30. september næstkomandi stendur Lind - félag fólks með meðfædda ónæmisgalla/mótefnaskort fyrir fræðslufundi milli kl.17 og 20 í fundarsal Fastus, Höfðabakka 7. Fundurinn er ætlaður sjúklingum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum áhugasömum. Áhugaverð fræðsluerindi verða haldin og boðið upp á léttar veitingar.
19.09.2024
Ertu foreldri langveiks barns með miklar stuðningsþarfir? Þarftu að komast í „hvíldarinnlögn“? Foreldrar langveikra barna geta nú í vetur sótt um 2ja nátta gistingu í vel útbúinni og uppábúinni íbúð í Borgarnesi sér að kostnaðarlausu. Um er að ræða einstakt framlag velunnara félagsins til foreldra langveikra barna innan Umhyggju og aðildarfélaga og fer umsóknarferlið í gegnum skrifstofu Umhyggju. Dvölin er eingöngu ætluð til hvíldar fyrir foreldra og því ekki gert ráð fyrir að börn komi með.
19.09.2024
Hetjur kíktu á Háaleitisbrautina og völdu sér Hetjuteppi ✨
16.09.2024
Þriðjudaginn 17. september kl. 20:00 fer fram fundur í Hlutverkasetri, Borgartúni 1, á vegum Geðhjálpar og Umhyggju í samvinnu við Landspítala/BUGL, Geðheilsumiðstöð barna og Embætti landlæknis, þar sem markmiðið er að skapa vettvang fyrir foreldra barna sem glíma við geðrænar áskoranir.