Umhyggja
Við vinnum að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.
Yfir 300 félagsmenn
og 18 félög eiga aðild
að Umhyggju.
Á vefnum er hægt að panta, greiða og fá minningarkort send hvert sem er. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu Umhyggju og panta kort í s. 552-4242.
Tilvalin gjöf fyrir öll þau sem þér þykir vænt um
Fjölnota umhverfisvottaður hliðarpoki merktur Umhyggju.
Táraklútur hannaður af Ernu Lúðvíksdóttur
Umhyggja hefur veitt okkur fjárstyrki á erfiðum tímum og einnig sálfræðiaðstoð sem hefur verið ómetanleg. Mér þykir mjög vænt um félagið okkar.
Umhyggja hefur gjörsamlega bjargað mér. Ég er einstæð móðir með 3 langveika stráka og oft hef ég verið að bugast undan álaginu. Ég væri satt best að segja ekki á þeim stað sem ég er í dag ef Umhyggja hefði ekki gripið mig á þeim tíma.
Umhyggja er félag sem er mikilvægt fyrir okkur foreldra og aðstandendur að eiga að og einnig mikilvægt fyrir almenning að geta sótt fræðslu til.
Umhyggja hefur stutt okkur fjölskylduna og verið til staðar fyrir okkur, þegar við höfum þurft mest á því halda. Sálfræðiaðstoð og markþjálfun hjá Umhyggju hjálpaði mér að takast á við það verkefni að vera móðir barna með sjaldgæfan sjúkdóm.